Jólahlaðborð heim í stofu

Það hefur færst í aukanna að landsmenn séu haldi jólahlaðborð heima hjá sér með fjölskyldunni, en undanfarin ár hefur Kjötkompaní boðið upp á tilbúin jólahlaðborð sem hafa notið mikilla vinsælda.

Margir möguleikar í boði Jón Örn Stefánsson, eiganda Kjötkompaní, var spurður nánar um jólahlaðborð Kjötkompaní og hvað sé í boði? ,,Það eru margir möguleikar í boði hjá okkur, forréttahlaðborð, hlaðborð eingöngu með aðalrétti og meðlæti, hlaðborð með úrvali af forréttum og aðalréttum og svo hinir vinsælu jólasmáréttir. Það fylgir svo desert öllum okkar veislum,” segir Jón Örn.

Fleskesteik með sultuðum rauðlauk

Gæti ekki verið auðveldara að setja upp jólahlaðborð

Hvernig er með aðalréttina, eru þetta kaldir réttir eða hita viðskiptavinir sjálfir upp aðalréttina og sósunar? ,,Það kemur allt tilbúið, forréttirnir eru klárir beint á veisluborðið og aðalrétturinn kemur fulleldaður, heitur í frauðkassa sem heldur vel heitu. Það gæti ekki verið einfaldara að setja upp veislu hlaðborð heima án nokkurrar fyrirhafnar.”

Kítla bragðlaukana

Þú býður einnig upp á jólasmárétti eins og þú nefnir. Hvernig réttir eru þeir töluvert frábrugðnir hinu almenna jólhlaðborði sem þið bjóðið upp á? ,,Já, jólasmáréttirnir okkar hafa verið mjög vinsælir, þetta er svona fusion smurbrauð og mjög flottir réttir fyrir augað og kítla heldur betur bragðlaukana.”

Grafin gæs á berja chutney

Pantið tímanlega

Og jólahlaðborðin hjá ykkur hafa notið mikilla vinsælda og reiknar þú með töluverðri aukningu vegna ástandsins í þjóðfélaginu í dag? ,,Jólahlaðborðin hafa verið mjög vinsæl í gegnum árin hjá okkur, en við eigum von á mikilli aukningu í ár í ljósi covid ástandsins og skorum því á okkar viðskiptavini að vera tímanlega með pantanir fyrir jólin.”

Hver er lágmarkspöntunin hjá ykkur fyrir jólahlaðborð?
Við höfum yfirleitt verið að miða við 10 manns sem lágmarkspöntun.”

Hægt að sækja eða fá sent heim

Hvað þarf að panta með löngum fyrirvara og verða viðskiptavinir að sækja jóla-hlaðborðin í verslanir ykkar eða er einnig hægt að fá sent heim? ,,Við mælum með því fyrir okkar viðskiptavini að vera tímanlega með pantanir. Það er hægt að nálgast öll jólahlaðborðin á heimasíðunni okkar og svo ef það eru einhverjar sér óskir þá er bara að hafa samband eða senda okkar fyrirspurn á [email protected] og við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að verða við öllum óskum,” segir Jón Örn og bæti við: ,,Við erum með góða vefverslun á heimasíðunni okkar og það er bæði hægt að fá sent heim eða sækja pantanir til okkar í Kjötkompaní Hafnarfirði eða Granda.”

Leverpostej a maltbraudi med sveppamauki raudlaukssultu og beikon
Mini Wellington með sveppamauki
Alvöru Wellingtonsteik
Hvítsúkkulaði brownie

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar