NÆR selur popp til styrktar Stjörnustúlkum

Nýja matvöruverslunin NÆR í Urriðholtsstræt 2 í Urriðaholti ætlar að styðja Stjörnustelpur í körfuknattleik með því að selja ,,Stjörnupopp” í verslun sinni, en allur ágóði af pokanum rennur til kvennaliðs Stjörnunnar.

Getur keypt Stjörnupopp allan sólarhringinn

Nú er bara um að gera að koma við í nýju Nær versluninni í Urriðaholti, en NÆR er fyrsta sjálfvirka matvöruverslunin á Íslandi. Það eina sem þú þarft er að ná í app verslunarinn og þú ert í góðum málum. Verslun Nær í Urriðholti, sem er fyrsta verslun Nær, er opin allan sólarhringinn, alla daga ársins, alltaf!

Virkilega gott framtak hjá NÆR.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar