Kenna börnum umhverfismennt og vistfræði í gegnum leik og útinám

Leikskólastig Urriðaholtsskóla hefur frá því í maí 2022 tekið þátt í Erasmus+ verkefni, ásamt leikskólanum Planet mašte og Vere Montis stofnuninni í Rijeka í Króatíu.

Verkefnið heitir Kinder Eco og er markmið verkefnisins að deila þekkingu og reynslu milli landa á því hvernig hægt er að kenna börnum umhverfismennt og vistfræði í gegnum leik og útinám. Á haustmánuðum fóru fimm starfsmenn leikskólastigs Urriðaholtsskóla í heimsókn til Planet mašte í Króatíu og tóku þátt í fræðsludegi, ásamt því að fara í vettvangsferð með börnum og foreldrum. Í maí er svo von á átta ferðalöngum frá Króatíu í heimsókn til Íslands. Þau munu taka þátt í fræðsludegi, ásamt hluta af starfsfólki Urriðaholtsskóla, og fara svo í vettvangsferð með börnum og foreldrum.

Kinder Eco verkefnið hefur verið mjög skemmtilegt og mikil tilhlökkun að fá góða gesti í heimsókn til okkar. Þó verkefninu ljúki formlega í lok maí er ljóst að sú þekking og reynsla sem hefur skapast með þátttökunni mun skila sér áfram í leikskólastarfinu.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar