Dagur tónlistarskólanna laugardaginn 4. febrúar

Dagur tónlistarskólanna er haldinn árlega í Tónlistarskóla Garðabæjar líkt og í öðrum tónlistarskólum landsins. Í ár er haldið upp á daginn laugardaginn 4. febrúar nk.
Markmiðið með Degi tónlistarskólanna er að vekja athygli á fjölbreyttri og öflugri starfsemi tónlistarskólanna í landinu.

Samspil er megin þema á Degi tónlistarskólanna í Tónlistarskóla Garðabæjar og bera tónleikar dagsins þess glöggt merki. Haldnir verða 14 stuttir tónleikar í tónleikasal og blásarasal skólans þar sem fram koma hljómsveitir, sampilshópar af ýmsum stærðum og gerðum, söngvarar og einleikarar.  Tónlistin er að vanda fjölbreytt og skemmtileg.

Öll dagskráin fer fram í húsnæði skólans að Kirkjulundi 11, laugardaginn 4. febrúar. Dagskráin hefst kl. 10.30 og stendur fram eftir degi.  Aðgangur er ókeypis og Garðbæingar eru hvattir til að koma í skólann og njóta tónlistar á þessari uppskeruhátíð skólans. Nánari upplýsingar um starfsemi skólans má finna á vef skólans, tongar.is.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins