Húnarnir mæta alltaf fyrstir

Það er áhugaverður hópur ,,heldri” bæjarbúa sem mætir fyrstur alla morgna í sundlaugina í Ásgarði. Hópurinn nefnir sig Húnana og það er ekki að ástæðulausu því eins og áður segir þá hanga þeir á húni Ásgarðslaugar áður en hún opnar kl. 06:30 á virkum dögum og kl. 08:00 um helgar.

Hópurinn er nánast eingöngu samsettur af karlmönnum fyrir utan eina konu, sem slæðist annað slagið með sjálfsagt til að athuga hvort ekki sé í lagi með drengina, en Húnarnir byrja á því að taka góðan sundsprett áður en stigið er í heita pottinn þar sem menn ræða landsins gagn og nauðsynjar. Nokkrir úr hópnum fara þó í ræktina þrisvar í viku í Ásgarði undir stjórn hins eitilhressa Ólafs Nilssonar ,,formanns hópsins”, sem er 85 ára, áður en þeir hitta félagana í pottinum. Kristján Ólafsson ,,varaformaður” heldur svo skilmerkilega utan um mætinguna með því að skrá allar mætingar í excel skjal.

Eftir góða setu í heitu pottunum sejast Húnarnir svo niður í anddyri Ásgarðs, þar sem þeir fá sér góðan kaffibolla og umræðan um lands- og heimsmálin halda áfram

Eftir góða sturtu sejast Húnarnir svo niður í anddyri Ásgarðs, þar sem þeir fá sér góðan kaffibolla og um- ræðan um lands- og heimsmálin halda áfram og að sjálfsögðu eru bæjarmálin rædd og bæjarstjóranum veitt ákveðið aðahald. Húnarnir hittast þó ekki eingöngu í sundlauginni á hverjum morgni því einu sinni í mánuði er farið á kaffihús og árlega, yfirleitt í maí, er farið í dagsferð með rútu á einnhvern áhugaverðan stað úti á landi. Húnarnir hafa m.a. farið á Njáluslóðir, skoðað eldstöðvar, farið í bjórverksmiðju og ýmislegt fleira. Flestir hafa verið í þessum skemmtilega hópi í áraraðir ef ekki áratugi.

Forsíðumynd: Húnarnir mættir á hún Ásgarðslaugar að morgni dags 15. apríl sl. kl. 06:26, en lauginn opnar alla virka daga kl. 06:30

Screenshot
Screenshot

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar