Hreinsunardagur hjá Hjallastefnunni á Vífilsstöðum

Núna í maí komu fjölskyldur barna á leikskólanum Hnoðraholti og Barnaskóla Hjallastefnunnar í Garðabæ saman og tóku til hendinni í nágrenni skólanna.

Mæting var mjög góð og afraksturinn var hreinni og öruggari lóð fyrir krakkana. Skólarnir eru staðsettir á Vífilsstöðum og njóta góðs af því umhverfi sem umlykur þá. Skógurinn var hreinsaður, tré grisjuð, greinar og rusl hirt. Í lokinn var boðið upp á grillaðar pylsur. Garðabær skaffaði foreldrafélögunum ruslapoka, áhöld og styrk til kaupa á veitingum fyrir duglega vinnumenn.

Meðfylgjandi eru myndir frá hreinsunardeginum

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar