Flataskóla lokað til miðvikudags vegna rakaskemmda

Verkfræðistofan Mannvit hefur skilað niðurstöðum úr flestum sýnum vegna rakaskemmda i Flataskóla. Ákveðið hefur verið að loka nokkrum skólastofum til viðbótar við fyrri lokanir og kennaraaðstöðu vegna rakaskemmda. DNA sýni í skólanum koma almennt vel út, hægt er að ganga í nokkrar viðgerðir mjög fljótlega en aðrar munu taka lengri tíma. 

Til að bregðast við þessum niðurstöðum hefur verið gripið til þess að loka skólanum til miðvikudagsins 8.febrúar. Það er gert svo starfsfólk geti endurskipulagt skólastarfið og til þess að tryggja öryggi nemenda og starfsfólks. Ljóst er að loka þarf ákveðnum álmum í skólanum í óákveðinn tíma.

Þriðjudaginn 7. febrúar klukkan 17:00 verður haldinn opinn fundur fyrir forráðamenn í salnum Sveinatungu á Garðatorgi til að fara yfir málin og upplýsa um breytingar á skólastarfinu. Fundurinn verður einnig í beinu streymi. 

Forráðamenn hafa fengið sendan upplýsingapóst vegna málsins þar sem fram koma nánari ráðstafanir vegna skólastarfsins.

Húsgögn og gögn verða þrifin á næstu dögum, en Garðabær vinnur samkvæmt ákveðnu verklagi og fylgir ráðleggingum Mannvits. 

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar