Garðabær úthlutar styrkjum að upphæð 5.350.000- kr.

Á fund bæjarráðs í síðustu viku samþykkti ráðið eftirfarandi tillögu um úthlutun styrkja að upphæð 5.350.000- kr.:

Garðálfar – kór eldri borgara á Álftanesi kr. 450.000.-
Garðakórinn kr. 500.000.-
Kór Vídalínskirkju kr. 300.000.-Bjarkarhlíð – miðstöð fyrir þolendur ofbeldis kr. 800.000.-
Samtök um kvennaathvarf kr. 800.000.-Stígamót kr. 800.000.-
Örninn – minningar- og styrktarsjóður kr. 800.000.-
Aflið – samtök fyrir þolendur ofbeldis kr. 250.000.-
Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins kr. 100.000.- ADHD-samtökin kr. 300.000. Kvennaráðgjöfin kr. 250.000.

Þá vísaði bæjarráð til umfjöllunar í Íþrótta- og tómstundaráði styrkbeiðnum Siglingaklúbbins Vogs og Hestamannafélagsins Sóta (rekstur reiðhallar.). Bæjarráð vísaði einnig styrkbeiðni Hesta mannafélagsins Spretts (reiðvegur) til umhverfissviðs.

Mynd: Garðakórinn, þessi frábæri kór eldri borgara fékk úthlutað styrk að upphæð 500.000 kr.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar