Blikinn, Sóley Margrét Evrópumeistari í kraftlyftingum annað árið í röð

Blikinn, Sóley Margrét Jónsdóttir átti gríðarlega góðan dag á Evrópumótinu í kraftlyftingum í búnaði sl. sunnudag þegar hún tryggði sér Evrópumeistaratitilinn annað árið í röð í +84 kg flokki, en mótið fór fram í Lúx­em­borg. Þetta er annað árið í röð sem Sól­ey Mar­grét verður Evr­ópu­meist­ari í þess­um þyngd­ar­flokki, en Sól­ey sem er 22 ára göm­ul og fyrst í sögu ís­lenskra kraft­lyft­inga til að verða tvisvar Evr­ópu­meist­ari.

Sóley, sem var valin Íþróttakona Kópavogs 2022 og gerir væntalega tilkall til þess fyrir árið 2024, setti Íslands­met í bekkpressu á mótinu þegar hún lyfti 192,5 kg. Samanlagt lyfti Sóley 677.5 kg sem er jafnframt bæting um 2.5 kg á hennar eigin Íslandsmeti. Mynd kraft.is

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar