12 taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í SV-kjördæmi

Framboðsfrestur fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar rann út í gær og verða tólf manns í framboði. Prófkjörið fer fram dagana 10.-12. júní.

Allir fjórir sitjandi þingmenn flokksins, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, Bryndís Haraldsdóttir, Jón Gunnarsson og Óli Björn Kárason gefa kost á sér í prófkjörinu.

Frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi eru í stafrófsröð:

Arnar Þór Jónsson, Garðabæ.

Bergur Þorri Benjamínsson, Hafnarfirði.

Bjarni Benediktsson, Garðabæ.

Bryndís Haraldsdóttir, Mosfellsbæ.

Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, Hafnarfirði.

Hannes Þórður Þorvaldsson, Kópavogi.

Jón Gunnarsson, Kópavogi.

Karen Elísabet Halldórsdóttir, Kópavogi.

Kristín Thoroddsen, Hafnarfirði.

Óli Björn Kárason, Seltjarnarnesi.

Sigþrúður Ármann, Garðabæ.

Vilhjálmur Bjarnason

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar