Starfshópur um skipulag og starfsumhverfi leikskóla

Nýskipaður starfshópur um skipulag og starfsumhverfi leikskóla í Kópavogsbæ hefur tekið til starfa.

Meginhlutverk starfshópsins er þrenns konar. Í fyrsta lagi að greina stöðu leikskólastarfs með tilliti til gæða faglegs starfs, starfsánægju og stöðugleika í starfsumhverfi barna og starfsfólks. Í öðru lagi að meta mögulegar leiðir til breytinga á núverandi skipulagi leikskólastarfs með það að leiðarljósi að styrkja til framtíðar faglegt og árangursríkt leikskólastarf og uppbyggjandi starfsumhverfi, meðal annars í þeim tilgangi að laða að starfsfólk í leikskólum, jafnt faglært sem ófaglært, og draga úr starfsmannaveltu. Í þriðja lagi hefur starfshópurinn það hlutverk að sammælast um tillögur sem lagðar verða fyrir leikskólanefnd og bæjarráð Kópavogs.

Hópinn skipa: Matthías Imsland, formaður leikskólanefndar og formaður starfshópsins, Haraldur Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, Sigurður Sigurjónsson , formaður Félags stjórnenda leikskóla, Marta Ólöf Jónsdóttir, formaður Starfsmannafélags Kópavogs, Hreiðar Oddson, fulltrúi minnihluta í bæjarstjórn, Andri Steinn Hilmarsson, fulltrúi meirihluta í bæjarstjórn, Birna Hrund Jónsdóttir, fulltrúi foreldra í foreldraráðum leikskóla, Anna Gyða Sveinsdóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla í Starfsmannafélagi Kópavogs, Gunnhildur Elva Árnadóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla í Félagi leikskólakennara og BHM, Gerður Magnúsdóttir, fulltrúi stjórnenda í leikskólum Kópavogs, Sóley Gyða Jörundsdóttir, fulltrúi stjórnenda í leikskólum Kópavogs, Anna Birna Snæbjörnsdóttir, sviðsstjóri menntasviðs, sigurlaug Bjarnadóttir, deildarstjóri leikskóladeildar.

Fyrsti fundur starfshópsins fór fram föstudaginn 3. febrúar. Fundað verður reglulega næstu tvo mánuði en markmiðið er að tillögur liggi fyrir í lok mars. 

Leitast verður við að eiga gott samráð og ná fram sjónarmiðum sem flestra á meðan á vinnu hópsins stendur með það að markmiði að ná breiðri sátt um tillögur hópsins.

Mynd: Samráðshópur um skipulag og starfsumhverfi leikskóla eftir fyrsta fundinn 3. febrúar sl.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar