Verið að rannsaka ástæðu vatnslekans og meta við það ábyrgðarstöðu Kópavogsbæjar

Kaldavatnslaust er víða á Kársnesi og truflana á vatnsflæði gætir víðar í Kópavogi eftir að kaldavatnslögn við Kársnesbraut rofnaði. Viðgerð í gangi en ekki liggur ekki fyrir hversu langan tíma hún mun taka, en gert ráð fyrir að hún taki að minnsta kosti daginn. Því er ekki vitað hvenær vatn kemst aftur á.

Lögnin fór í sundur á 30 metra kafla en hvers vegna það gerðist er ekki vitað. Flætt hefur inn í nokkur hús við götuna vegna bilunarinnar.

Haft hefur verið samband við þjónustuver vegna vatnsleysis víðar en á Kárnsesi, skýring þessa er að þrýstingsfall er í kerfinu vegna bilunarinnar.

Þessi frétt verður uppfærð eftir aðstæðum.

Uppfært 9:16: 
Það er búið að einangra bilunina – nú fer þrýstingur að komast aftur á í lögnum sem eru utan bilunar. En búast má við lágum þrýsting á Kársnesi áfram.

Uppfært 13:25: 
Vatnstjón varð í nokkrum húsum norðan Kársnesbrautar, við Marbakkabraut. Verið er að rannsaka ástæðu þess að lögnin fór í sundur og meta í tengslum við það ábyrgðarstöðu Kópavogsbæjar.

Uppfært 15:40: 
Það má búast við röskun ennþá víða í bænum þó það sé komið vatn á sumstaðar, m.a. vegna þess að loft gæti verið í kerfinu. Íbúar eru hvattir til að hreinsa síur í blöndunartækjunum sínum. Ómögulegt er að segja til um nákvæmlega hvaða götur koma inn og þá hvenær.

Menn eru að leggja sig alla fram og vonir standa til að koma vatni á fyrir kvöldmatarleitið, en aðstæður eru erfiðar og geta breyst segir í fréttatilkynningur frá Kópavogsbæ.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar