Sjö flottar listakonur með málverkasýningu í Jónshúsi

Í síðustu viku var opnuð málverkasýning Smiðjunnar í Jónshúsi. Um er að ræða sölusýningu en flest málverkanna eru unnin á þessum haustmánuðum af 7 listakonum, þeim Sigríði Þorláksdóttur, Lilju Hallgríms, Pálínu Kristinsdóttur, Þóru Pétursdóttur, Guðrúnu Tómasdóttur, Jenný Magnúsdóttur og Guðrúnu J. Magnús- dóttur. Sýningin verður opin fram að jólum og bæjarbúar og aðrir áhugasamir er hvattir að kíkja í Jónshús til njóta fallegrar listar og dásamlegra kaffiveitinga.

Um er að ræða bæði olíu- og akrílverk, unnin undir dyggri handleiðslu Lofts Leifssonar, sem leiðbeinir á námskeiði um listmálun í Smiðjunni. Sýning þessi er gott dæmi um hið frjóa og skemmilega starf sem fer þar fram en auk námskeiðs í listmálun eru einnig kennd námskeið í leirlist, glerlist og smíði. Sýningin verður opin fram að jólum. Hvetjum alla áhugasama að kíkja í Jónshús til njóta fallegrar listar og dásamlegra kaffiveitinga.

Flottar listakonur! F.v. Guðrún Tómasdóttir, Þóra Pétursdóttir, Guðrún J. Magnúsdóttir (Ninna) Sigríður Þorláksdóttir, Pálína Kristinsdóttir, Jenný Magnúsdóttir og Lilja Hallgrímsdóttir

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar