Ungmennakvöld á þriðjudögum á Bókasafni Kópavogs

Haldin er kvöldopnun sérstaklega ætluð ungmennum 13 – 17 ára á aðalsafni Bókasafns Kópavogs á hverju þriðjudagskvöldi á milli kl. 19.30– 21.30. Bíó, borðspil, spjall, snakk og gos er í boði fyrir þau sem mæta og eru öll ungmenni á þessum aldri velkomin. Safnið er lokað öðrum gestum á ungmennakvöldum. Hlökkum til að sjá ykkur!

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar