Sumarblóm og heimsins grjót

Sigrún Alba Sigurðardóttir rithöfundur kíkir í höfundaheimsókn á aðalsafn Bókasafns Kópavogs miðvikudaginn þann 10. maí kl. 17.00 – 18.00 og kynnir bókina Sumarblóm og heimsins grjót. Bókin kom út hjá Máli og menningu í apríl og er fyrsta skáldsaga Sigrúnar Ölbu sem byggir söguna að hluta til á raunverulegum atburðum og persónum. Er sagan grípandi örlagasaga um ást og vináttu, vonir og vonbrigði, flókin fjölskyldubönd – en ekki síst um aðstæður kvenna í byrjun síðustu aldar og óvenjulegar leiðir til að bjarga sér við erfiðar aðstæður. Erindið fer fram í fjölnotasal safnsins á 1. hæð og eru öll velkomin á meðan húsrúm leyfir. 

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar