Stemning á stefnumóti við rithöfund

Árlega er 9. bekkingum úr Kópavogi boðið að koma í heimsókn á aðalsafn Bókasafns Kópavogs undir yfirheitinu Stefnumót við rithöfund og í ár fengum við þær Steinunni Jónsdóttir og Röggu Hólm úr Reykjavíkurdætrum til liðs við okkur.

Heimsóknirnar áttu sér stað á Dögum ljóðsins í Kópavogi og myndaðist flott stemning í spjalli um tónlist í öllu formi, tónlistarsenuna á Íslandi og hljómsveitina Reykjavíkurdætur. Þær komu einnig inn á þá gleði og þær áskoranir sem fylgja því að vera skapandi og listamaður og hvöttu krakkana eindregið til að prófa sig áfram í því ferli sem tónlistarsköpun er. Starfsmenn bókasafnsins þakka gestum hjartanlega fyrir komuna.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar