Frábærar skapandi smiðjur fyrir krakka á öllum aldri

Fjölskyldan getur sameinast í skemmtilegum smiðjum á Safnanótt í Garðabæ þann 3. febrúar.
Klukkan 18. hefst smiðja í Hönnunarsafni Íslands. Hönnuðirnir Auður Ösp Guðmundsdóttir og Kristín María Sigþórsdóttir stýra smiðju fyrir krakka á öllum aldri (alla fjölskylduna sem sagt!).

Þátttakendur setja sig í spor hönnuða og uppfinningamanna og búa til húsgögn í ímyndað heimili. Smiðjan er í tengslum við sýninguna Hönnunarsafnið sem heimili sem einmitt opnar síðar þetta sama kvöld kl. 20.
Á Bókasafni Garðabæjar hefst smiðja einnig klukkan 18 en það er listamaðurinn Elín Helena Evertsdóttir sem leiðbeinir í gerð á hljóðfærum úr allskonar endurunnu efni. Hrisstur og flautur og allskonar sniðug hljóðfæri verða til í notalegu umhverfi bókasafnsins. Skólakór Sjálandsskóla mun syngja fyrir gesti bókasafnsins klukkan 18:30.

Forsíðumynd: Hönnuðirnir Auður Ösp Guðmundsdóttir og Kristín María Sigþórsdóttir stýra smiðju fyrir krakka á öllum aldri

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar