Stærsta opnun Huppu frá upphafi í Búðakór

Ísbúðin Huppa opnaði með stæl í Búðakór í Kópavogi 15. febrúar sl. og það er engu líkara en Kópavogsbúar hafi beðið með mikilli eftivæntingu eftir Huppu því fullt var út úr dyrum allan opnunardaginn og langar biðraðir mynduðust.

Ekkert smá ánægð og þakklát

Undanfarnar tvær viku hafa Kópavogsbúar svo verið duglegir að næla sér í Huppís og Telma Finnsdóttir, einn eigandi Huppís, er ánægð með viðtökurnar. ,,Já, Vá ! Við erum ekkert smá ánægð og þakklát. Þetta er búið að vera svo skemmtilegt og gaman hvað margir komu til okkar á opnunardaginn, það var fullt út úr dyrum allan daginn,” segir hún brosandi.

Stemmningin í Huppu Búðakór hefur verið góð frá opnun ísbúðarinnar

Og það var í raun allt vitlaust að gera á opnunardaginn eins og þú nefnir, áttuð þið von á öllum þessum fjölda og voruð undirbúin fyrir það? ,,Maður veit aldrei hverju maður á von á við opnun nýrrar búðar en við höfum verið svo lánsöm að það hefur alltaf verið nóg að gera á opnunardögum okkar. Við erum því alltaf mjög vel undirbúin og það kom sér virkilega vel í opnun Huppu hér í Kópavogi.”

En hversu mikið magn selduð þið af ís á opnunardaginn? ,,Við seldum virkilega mikið af ís, þetta var stærsta opnun Huppu frá upphafi. Við vorum búin að finna fyrir mikilli spennu frá Kópavogsbúum fyrir opnun Huppu og vorum því mjög vel undir-búin og allt gekk vonum framar.”

Seldu mest af bragðarefnum

Hvaða ís sló í gegn á opnunardaginn? ,,Við seldum langmest af bragðarefum en Huppusjeikarnir voru líka mjög vinsælir.”

Og svona ef tekið er mið af fyrstu tveimur vikum ykkar í Búðakór, er þá gott að vera í Kópavogi? ,,Já, það er ekki hægt að segja annað en það sé gott að vera í Kópavogi. Við erum virkilega ánægð og þakklát fyrir móttökurnar og hlökkum til framtíðarinnar hér í bænum.”

Forsíðumynd: Karen Eva, Hrefna, Tara og Eva og stóðu vaktina í Huppa á opnunardaginn.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar