Bikarmót FSÍ í áhaldafimleikum, í umsjón Ármanns, fór fram um þar síðustu helgi.
Gerpla sendi fjögur lið til leiks í frjálsum æfingum karla og kvenna. Gerpla A og Gerpla 1 hjá báðum kynjum. Gerplukeppendur mættu einbeittir til leiks og uppskáru heldur betur eftir þrotlausar æfingar síðustu mánuði.
Gerpla 1 í karlaflokki urðu bikarmeistarar með yfirburðum en Gerpla A varð í 2. sæti. Kvennalið Gerplu 1 sigraði kvennakeppnina með yfirburðum með glæsilegum æfingum sínum. Gerpla A endaði svo í 5. sæti.
Framtíðin björt í Kópavogi
,,Við erum virkilega stolt af öllum okkar keppendum og þjálfurum, breiddin sem Gerpla hefur í frjálsum æfingum karla og kvenna er með einsdæmum, framtíðin er björt í Kópavoginum,” segir Olga Bjarnadóttir framkvæmdastjóri Gerplu.
Forsíðumynd: Gerpla sendi fjögur lið til keppni á bikarmóti FSÍ og stóðu þau sig öll vel,
en hápunkturinn er að sjálfsögðu bikarmeistaratitlar meistaraflokka karla og kvenna

