Gerpla varði bikarmeistaratitlana í frjálsum æfingum kvenna og karla

Bikarmót FSÍ í áhaldafimleikum, í umsjón Ármanns, fór fram um þar síðustu helgi.

Gerpla sendi fjögur lið til leiks í frjálsum æfingum karla og kvenna. Gerpla A og Gerpla 1 hjá báðum kynjum. Gerplukeppendur mættu einbeittir til leiks og uppskáru heldur betur eftir þrotlausar æfingar síðustu mánuði.
Gerpla 1 í karlaflokki urðu bikarmeistarar með yfirburðum en Gerpla A varð í 2. sæti. Kvennalið Gerplu 1 sigraði kvennakeppnina með yfirburðum með glæsilegum æfingum sínum. Gerpla A endaði svo í 5. sæti.

Framtíðin björt í Kópavogi

,,Við erum virkilega stolt af öllum okkar keppendum og þjálfurum, breiddin sem Gerpla hefur í frjálsum æfingum karla og kvenna er með einsdæmum, framtíðin er björt í Kópavoginum,” segir Olga Bjarnadóttir framkvæmdastjóri Gerplu.

Forsíðumynd: Gerpla sendi fjögur lið til keppni á bikarmóti FSÍ og stóðu þau sig öll vel,
en hápunkturinn er að sjálfsögðu bikarmeistaratitlar meistaraflokka karla og kvenna

Kvennalið Gerplu á efsta palli.
Og karlalið Gerplu létu ekki heldur sitt eftir liggja.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins