Emma Dís úr Dimmu stóð uppi sem sigurvegari Félkó

Árleg söngkeppni Félkó var haldin í Salnum á dögunum og var það Emma Dís Tómasdóttir úr félagsmiðstöðuinni Dimmu sem stóð uppi sem sigurvegari.

Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri ávarpaði gesti ásamt því að veita verðlaun fyrir fyrsta sætið, en henni til aðstoðar voru Hanna Carla Jóhannsdóttir formaður menntaráðs og Embla Rún Pétursdóttir, fulltrúi ungmennaráðs.
Keppnin var hin glæsilegasta og hæfileikar unglinganna gerðu dómnefndinni erfitt fyrir þegar kom að því að veita verðlaun fyrir efstu þrjú sætin.

Fyrsta sætið hreppti Emma Dís Tómasdóttir úr félagsmiðstöðinni Dimmu, í öðru sæti var Aldís María Sigurvinsdóttir úr félagsmiðstöðinni Fönix og í þriðja sæti var Vanessa Rúnarsdóttir úr félagsmiðstöðinni Kúlunni.

Við óskum þeim innilega til hamingju og hlökkum til að sjá þær á stóra sviðinu í maí, en þær munu allar taka þátt í söngkeppni Samfés sem sýnd verður á RÚV í vor.

Forsíðumynd: Siguvegarar í Felkó! Aldís María Sigurvinsdóttir, Emma Dís Tómasdóttir og Vanessa Rúnarsdóttir og þær munu allar taka þátt í söngkeppni Samfés í vor

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins