Breytingaskeiðið – Konur eru alls konar

Þriðjudaginn 8. nóvember kl. 17:00 flytur Steinunn Zophoníasdóttir erindi um breytingaskeið kvenna í fjölnotasalnum á 1. hæð á aðalsafni Bókasafns Kópavogs. Erindið er hluti af fyrirlestrarröðinni Konur eru alls konar í haustdagskrá safnsins og er annað erindið af þremur. Breytingaskeiðið er tímabundið aðlögunarferli hjá konum þar sem líkaminn finnur leið til að aðlaga alla líkamsstarfssemi að breyttu magni kynhormóna. Mjög einstaklingsbundið er hvenær konur byrja á breytingaskeiðinu en kvenhormónið estrógen hefur áhrif á flestar frumur líkamans. Þær sveiflur sem verða á framleiðslu estrógens á þessu skeiði hafa svo áhrif á ólík líkamskerfi. Þetta veldur einkennum breytingaskeiðs, bæði líkamlegum og andlegum. Steinunn fer í gegnum helstu þætti breytingaskeiðs kvenna og hvaða úrræði eru til fyrir konur til að komast sem best í gegnum þetta ferli. Öll eru velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar