Fulltrúar Kópavogsbæjar munu greiða atkvæði gegn tillögunni

Á síðasta fundi bæjarráðs var lögð fram tillaga að stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga kjörtímabilið 2022-2026 frá kjörnefnd Sambands íslenskra sveitarfélag, en enginn fulltrúi er frá Kópavogi í stjórninni sem fulltrúar í bæjarráði Kópavogsbæjar eru ósattir með.

Bæjarráð Kópavogs gagnrýnir harðlega að ekki sé lagt til að Kópavogsbær, sem næst stærsta sveitarfélag landsins og stærsta sveitarfélag kjördæmisins með 37% íbúa, eigi fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga

,,Bæjarráð Kópavogs gagnrýnir harðlega að ekki sé lagt til að Kópavogsbær, sem næst stærsta sveitarfélag landsins og stærsta sveitarfélag kjördæmisins með 37% íbúa, eigi fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Verði tillagan að veruleika verður þetta þriðja kjörtímabilið í röð sem Kópavogsbær á ekki fulltrúa í stjórninni. Fulltrúar Kópavogsbæjar munu greiða atkvæði gegn tillögunni,” segir í bókun bæjarráðs Kópavogs, en tillagan gerir ráð fyrir að Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði (30.393 íbúar í Hafnarfirði) og Guðmundur Ari Sigurjónsson bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi (4.708 íbúar á Seltjarnarnesi) verði aðalfulltrúar fyrir suðvesturkjördæmi og að Hjördís Ýr Johnson, bæjarfulltrúi í Kópavogi og Sigrún Sverris-dóttir bæjarfulltrúi frá Hafnarfirði verðir varafulltrúar fyrir suðvesturkjördæmi.

Mynd: Bæjarstjórn Kópavogs

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar