Bankasöluflokkarnir þurfa að fá frí frá störfum

Þann 10. maí 2018 var samþykkt sala á eignum Kópavogsbæjar í Fannborg 2,4 og 6 til 3ja mánaða gamla fyrirtækis „Árkórs“ fyrir um milljarð króna. Að samþykktinni stóðu meirihluti Sjálfstæðisflokks (5 fulltrúar) og Viðreisnar (2 fulltrúar). Ekki nóg með það – fyrirtækið fékk afhent skipulagsvaldið á Fannborgarreit í hjarta bæjarins og hyggur á byggingu 280 íbúða á þessum stað. Ætli verðmæti þeirra íbúða sé ekki nálægt 20 milljörðum króna. Sama dag lagði minnihluti Samfylkingar (2 fulltrúar), Vinstri Grænna (1 fulltrúi) og Framsóknarflokksins (1 fulltrúi) fram tillögu um að hafna sölu á þessum gríðarlegu verðmætum sem þarna voru undir og lögðu til að framfæri hönnunarsamkeppni um heildarskipulag um fyrirkomulag í miðbæ Kópavogs.

Viku síðar, fyrir nákvæmlega 4 árum síðan var myndaður nýr meirihluti í bæjarstjórn Kópavogs. Framsóknarflokknum var kippt inn fyrir Viðreisn af Sjálfstæðisflokki eftir kosningarnar 2018. Framsóknarflokkurinn tók 180 gráðu beygju (ekki í fyrsta sinn sem sá flokkur gerir það) og fékk í skiptimynt m.a. stjórnarformennsku í Sorpu (sem fræg varð) og formennsku í Skipulagsráði. Það tók flokkinn 2 vikur að breyta algerlega um stefnu og núna var tillagan um hönnunarsamkeppnina gleymd og grafin. Vinstri grænir fengu ekki kjörinn bæjarfulltrúa í kosningunum 2018.

Samfylkingin er eina stjórnmálaaflið sem staðið hefur í lappirnar um heildarskipulag í miðbæ Kópavogs bæði þessi kjörtímabil og hefur einhverja framtíðarsýn um uppbyggingu miðbæjarins. Ég þekki það vel sem þátttakandi í grasrótarsamtökum og formaður í húsfélaginu Fannborg 1-9. Ég hef sent ótal erindi sem slíkur til Kópavogsbæjar en aldrei fengið svör frá bænum sem er auðvitað gersamlega óþolandi. Slíkum vinnubrögðum verður kippti í liðinn ef Samfylkingin kemst í meirihluta í bæjarstjórn. Það hafa verið bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar sem hafa staðið með íbúum í þessu máli – og bæjarbúum öllum í þeirri viðleitni að skapa hér lifandi, skapandi og fallegan miðbæ í Kópavogi. Framgangur annarra stjórnmálaflokka síðustu 2 kjörtímabil er með þeim hætti að þeim er ekki treystandi í þessu máli frekar en öðrum þeim sem snúa að úthlutun takmarkaðra samfélagslegra gæða.

Það þarf að gefa bankasöluflokkunum frí frá því að ráðskast með eigur almennings.

XS – Að sjálfsögðu

Hákon Gunnarsson. 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Kópavogi

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins