Um þessar mundir er að hefjast endurskoðun á stígakerfi Garðabæjar í aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030. Stígar eru samgönguleiðir fyrir gangandi, hjólandi eða ríðandi vegfarendur og tengja þeir saman bæjarhluta, útivistarsvæði og sveitarfélög. Í skipulagsvinnunni verður tekið mið af hvernig fólk ferðast um sveitarfélagið til vinnu, skóla og frístunda og sett fram stefna sveitarfélagsins um stígakerfið til framtíðar. Samhliða skipulagsvinnunni verður unnin hjólreiðaáætlun Garðabæjar og jafnframt lögð fram tillaga um forgangsröðun verkefna til að ná fram markmiðum um vistvænar samgöngur í sveitarfélaginu. Stígar eru samgönguleiðir fyrir gangandi, hjólandi eða ríðandi vegfarendur og tengja þeir saman bæjarhluta, útivistarsvæði og sveitarfélög. Í skipulagsvinnunni verður tekið mið af hvernig fólk ferðast um sveitarfélagið til vinnu, skóla og frístunda og sett fram stefna sveitarfélagsins um stígakerfið til framtíðar. Samhliða skipulagsvinnunni verður unnin hjólreiðaáætlun Garðabæjar og jafnframt lögð fram tillaga um forgangsröðun verkefna til að ná fram markmiðum um vistvænar samgöngur í sveitarfélaginu. Garðabær vill heyra frá íbúum og hagsmunaaðilum og hvetur fólk til að kynna sér verkefnalýsinguna, sem er aðgengileg á vef Garðabæjar.
Ábendingar og athugasemdir berist annaðhvort á netfangið [email protected] eða í þjónustuver Garðabæjar, Garðatorgi 7. Ábendingafrestur er til og með 2.júní 2023 og íbúafundur verður haldinn síðar.