Kröftug guðsþjónusta í Hjallakirkju á sunnudaginn – Queen messa

Sunnudaginn 7. maí næst komandi verður kröftug guðsþjónusta með Rokkkór Íslands í Hjallakirkju þar sem lögum eftir hljómsveitina Queen verður gerð góð skil. 

Rokkkór Íslands var stofnaður þann 27.apríl árið 2015 af Matthíasi Baldurssyni kórstjóra og nokkrum áhugasömum söngvurum. Stefna kórsins hefur verið að syngja og bera fram fagmannlega tónlist með vönum söngvurum sem kunna til verka. Kórinn hefur nú þegar komið að mörgun stórum verkefnum á sviði tónlistar og hefur frá árinu 2022 haft æfingaaðstöðu í Hjallakirkju þar sem Matthías kórstjóri starfar sem tónlistarstjóri við kirkjuna.
 
Þann 19. apríl síðastliðin hélt kórinn Queen tónleika í Lindakirkju og söng fyrir fullu húsi gesta sem skemmtu sér konunglega enda lög Queen fjársjóður sem við flest þekkjum og kunnum. 
 
Núna fáum við að njóta ávaxtanna í Hjallakirkju en Rokkkórinn ætlar að syngja lög Queen við messu eins og áður sagði þann 7. maí nk. Kl. 17.00.
 
Það er að sjálfsögðu Matthías V. Baldursson sem stjórnar kórnum og leikur á píanó, Sigurgeir Sigmundsson leikur á gítar og sr. Sunna Dóra Möller leiðir stundina.

Það er frítt inn og allir hjartanlega velkomnir.

Myndina tók Una Sigurðardóttir af kórnum

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins