Menningarnótt á Bessastöðum

Forsetasetrið að Bessastöðum verður opið almenningi í tilefni Menningarnætur, laugardaginn 20. ágúst.

Forseti Íslands mun taka á móti gestum og býðst fólki að skoða staðinn milli klukkan 13:00 og 16:00.

Síðast var opið hús á Bessastöðum þann 18. júní og heimsóttu þá ríflega þúsund manns forsetasetrið.

Starfsmenn embættis forseta og aðstoðarmenn veita upplýsingar um staðinn og verða gestum til aðstoðar.

Sjá nánar í viðhengi og á vefsíðu forsetaembættisins.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar