Æfingar í vatni á meðgöngu eru frábærar fyrir verðandi mæður

Hrafnhildur Sævarsdóttir, íþrótta-, sund- og jógakennari við Sjálandsskóla mun kenna meðgöngusund í sundlauginni í Sjálandsskóla í vetur, en Birna Guðmundsdóttir sem hefur séð um meðgöngusundið undanarin ár hefur ákveðið að láta gott heita. ,,Birna Guðmundsdóttir er búin að vera með meðgöngusund í Garðabæ í tæplega 20 ár. Hún ætlar að minnka við sig kennslu og ég er svo lánsöm að hún treystir mér til að taka við tímunum sínum,“ segir Hrafnhildur brosandi en það verða tvö námskeið í gangi, á mánudögum og miðvikudögum kl. 19:15 og 20:00 í sundlaug Sjálandsskóla.

Meðgöngusund getur dregið úr kvillum

,,Æfingar í vatni á meðgöngu eru frábærar fyrir verðandi móður og geta dregið úr kvillum sem eru algengir á meðgöngu, svo sem bólgnir fætur og verkir í liðum. Líkaminn er léttari í vatni því er auðveldara að hreyfa sig og minni þyngd sem hvílir á honum. Vatnið styður við líkamann og myndar mótstöðu þannig að hreyfingarnar verða hægari og mýkri og þannig losnar um spennu í líkamanum,” segir hún og heldur áfram: ,,Æfingarnar eru mjúkar en um leið styrkjandi fyrir allan líkamann og aukin áhersla er á mjaðmasvæði, axlir og grindarbotn.”

Hrafnhildur segi að til að auka andlega jafnt sem líkamlega vellíðan móður á meðgöngu mun verða fléttað inn í tímana jógaæfingum, öndunaræfingum, stuttum hugleiðslum og jafnvel fræðslumolum tengdum jákvæðri sálfræði.

Eins og áður segir þá verða tvö námskeið í gangi í vetur á mánu- og miðvikudögum, kl 19.15 og 20.00 í sundlaug Sjálandsskóla.

Skráning á yogahapp@gmail. com og frekari upplýsingar á instagram: @yoga_happ

Mynd: Hrafnhildur hefur tekið við meðgöngusundinu í Sjálandsskóla af Birnu Guðmundsdóttur

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar