Hvernig getum við gert hreyfingu skemmtilegri – Arnar Péturs fræðir gesti

Arnar Péturs er þrautreyndur landsliðshlaupari og hlaupaþjálfari heimsækir Bókasafn Garðabæjar þriðjudaginn 23. apríl nk. kl. 17:30 þar sem hann fer yfir hvernig sé hægt að gera hreyfingu skemmtilega.

Arnar hefur 58 sinnum orðið Íslandsmeistari og sigrað Laugaveginn. Auk þess hefur hann fjórum sinnum keppt á HM í hálfu maraþoni og einu sinni á HM í utanvegahlaupum.

Arnar skrifaði Hlaupabókina sem inniheldur þekkingu sem hann hefur aflað sér með því að æfa með bestu hlaupurum og þjálfurum í heiminum. Þessa þekkingu notar hann í allri sinni þjálfun. 

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar