2. áfangi Urriðaholtsskóla kostar rúma 2,8 milljarða – 500 milljónum yfir kostnaðaráætlun

Aðeins tvö lögleg tilboð bárust við framkvæmdir við 2. áfanga Urriðholtsskóla og voru bæði vel yfir kostnaðaráætlun Garðabæjar sem hljóðaði upp á kr. 2.353.551.310.

ÞG verk bauð þó rúmum 100 milljónum lægra í verkið en GG verk, en tilboð ÞG verks hljóðaði upp á kr. 2.837.139.265 og GG verk bauð kr. 2.946.059.436 í verkið.

Tilboð barst einnig frá Spartsli og málningu ehf., en þar sem eingöngu var boðið í málningarþátt útboðsins telst tilboðið ógilt.

Bæjarráð hefur samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, ÞG verk ehf þrátt fyrir að tilboð þeirra hafa veriðr tæpum 500 milljónum króna yfir kostnaðaráætlun .

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar