1.800 ljósastaurum skipt út í Garðabæ

Á næstu árum verður 1.800 ljósastaurum í Garðabæ skipt út fyrir betri ljós, með endingarbetri og orkusparandi ljósaperum sem og að ljósgæðin verða meiri. Hafist verður handa á þessu ári við að skipta út um 500 ljósum með kvikasilfurperum sem eru á stígum á gönguleiðum barna og í námunda við skóla.

Áætlaður orkusparnaður við nýju ljósin verður á blinu 70-80% og ljósgæði aukast mikið, sérstaklega þegar horft er til ljósmengunar og glýjuvarna og gefa nýju ljósin frá sér hlýja birtu. Nýja lýsingin er hönnuð til að auka öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda með betri lýsingu á stígum og götum og eru öll nýju ljósin með næturdimmingu frá miðnætti til kl. 6 að morgni.

Gunnar Einarsson bæjarstjóri og Óskar Gústavsson, framkvæmdastjóri Johan Rönning skrifuðu undir samstarfssamning um kaup á 1.800 ljósum í Garðabæ á dögunum. Tilboðið frá Johan Rönning hljóðaði upp á tæp 80% af kostnaðaráætlun og bárust 9 tilboð í útboði fyrir verkið.  Raflagna- og lýsingarhönnunarfyrirtækið Liska var Garðabæ til ráðgjafar í útboðsferlinu. Á myndinni að neðan sést hvar verður skipt út ljósum í fyrsta fasa verksins. 

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar