Dansskóli Birnu Björns fagnar 25 ára starfsafmæli

Dansskóli Birnu Björns fagnar 25 ára starfsafmæli skólans um þessar mundir. ,,Það er heldur betur búið að vera mikið að gera eftr covid. Við gátum haldið danskeppnina okkar árlegu og vorum með stór glæsilegar nemendasýningar í Borgarleikhúsinu þar sem dansdeild og söngleikjadeild leiddu saman hesta sína og tóku allar nemendur þátt,” segir Birna Björnsdóttir, skólastjóri og danskennari við skólann.

Dansarar á ferð og flugi

,,Nemendur og kennarar fóru til Spánar á keppa á Dance World Cup í sumar og náðu flottum árangri í öllum flokkum,” segir Birna og heldur áfram: ,,Einnig fór nemendahópur í okkar árlegu dansferð til London, en þar sækja nemendur workshop og tíma hjá þekktum kennurum og danshöfundum. Hópurinn notaði líka tækifærið og kíkti á söngleiki í London og skemmti sér vel saman.”

Spennandi og markvisst haustnám

,,Núna í haust bjóðum við upp á spennandi markvisst dansnám. Við kennum nokkra dansstíla t.d. jazzballett, jyrical, jazz, commercial freestyle tækni, söngtíma, framkomutíma, spuna og leiklist. Kennt er frá 3jára aldri,” segir hún, en sýningar og keppnishópar verða á sínum stað og það er margt spennandi framundan í vetur sem verður kynnt síðar. Dansskóli Birnu Björns er bæði starfræktur í Garðabæ og í Sporthúsinu í Kópvogi.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar