Ung börn og mataræði – Foreldramorgunn

Fimmtudaginn 17. nóvember kl. 10 kíkir Arna Skúladóttir barnahjúkrunarfræðingur á foreldramorgunn á aðalsafni Bókasafns Kópavogs til að ræða bók sína, Veganesti og mataræði frá fæðingu til fjögurra ára aldurs. Fjallað verður um innihaldsríka fæðu og ljósi varpað á fjölmargar hliðar foreldrahlutverks og veruleika barna í tengslum við mat. 

Foreldramorgnar eru frábært tækifæri fyrir foreldra og ungbörn þeirra til að hittast og eiga rólega stund saman á safninu. Öll eru velkomin og ókeypis aðgangur.

Fylgist með í Facebook-hópnum Foreldramorgnar | Bókasafns Kópavogs. 

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar