Garðbæingar hafa aldeilis látið til sín taka í vorhreinsun lóða og hafa verið duglegir að koma garðaúrgangi fyrir í gámunum 33 sem eru á góðum stöðum í bæjarlandinu.
Gámarnir verða tæmdir reglulega og var þjónustumiðstöðin okkar á ferðinni daglega til að fylgjast með þeim og til að skipta út gámum þegar þarf.
Gámarnir eru opnir á annarri hliðinni svo auðveldara sé að koma garðaúrgangi í þá. Mikilvægt er að hafa í huga að í gámana fer garðaúrgangur, svo sem mold, afklippur og gras. Þeir eru ekki ætlaðir fyrir byggingarefni, plast, rusl eða annað slíkt.
Við hlið gámanna eru tunnur fyrir plastpoka en þeir eiga ekki heima í gámunum. Eldri borgurum og þeim sem þurfa aðstoð við að koma garðaúrgangi í gámana er bent á að hafa samband við þjónustumiðstöð Garðabæjar, sem verður þeim innan handar.
Átakið stendur til 21. maí. Gerum Garðabæ að snyrtilegasta bæ landsins!