Nýjar lóðir boðnar út í Kumlamýri og Prýðahverfi

Bæjarráð hefur samþykkt skilmála um sölu á byggingarétti nýrra lóða við Kumlamýri og í Prýðahverfi, en alls eru þetta fjórar parhúsalóðir í Kumlamýri, lóðir nr. 5-7, 6-8,17-19 og 21-23 og í Prýðahverfi eru þetta alls 7 einbýlishúsalóðir, í Steinprýði nr. 2 og 11, Garðaprýði nr. 2, 4, 6 og Kjarrprýði nr. 2 og 3.

Tilboðsfrestur rennur út 30. maí kl. 16

Tilboð í byggingarrétt hverrar lóðar þarf að berast í lokuðu umslagi til tilgreinds söluaðila fyrir kl. 16:00 fimmtudaginn 30. maí 2024 og gilda til kl. 16:00 fimmtudaginn 6. júní 2024. Söluaðilarnir eru: Fasteignasalan Torg, Garðatorgi 5, Garðabæ, Garðatorg eignamiðlun, Suðurhrauni 10, Garðabæ, Fasteignamarkaðurinn, Óðinsgötu 4, Reykjavík og Fasteignasalan Miklaborg, Lágmúla 4, Reykjavík.

Tilboð verða opnuð og tekin fyrir á fundi bæjarráðs Garðabæjar kl. 08:00 þriðjudaginn 4. júní 2024.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar