Undirskriftasöfnun hafin fyrir því að félagsheimili eldri borgara í Kópavogi verði opin um helgar

Þann 26. okt.sl. birtist í Kópavogspósti ákall um að félagsheimilin fyrir eldri borgara verði opin um helgar, en þær eru því miður kvíðaefni fyrir marga, sérstaklega þá sem búa einir. Boðað var til undirskriftasöfnunar hjá Kópavogsbúum, eldri borgurum, aðstandendum og öllum þeim sem láta sig málið varða. Hefur nú verið opnaður rafrænn aðgangur að þessari söfnun. Félag eldri borgara hefur sent tölvupósta á alla félagsmenn sína, þar sem þeir eru hvattir til þess að skrá sig rafrænt í gegnum þennan aðgang. Einnig má skrá sig gegnum heimasíðu og fésbókarsíðu febk.is. Þá liggja undirskriftalistar frammi í öllum félagsheimilum eldri borgara fyrir þá sem ekki nota rafræna miðla. Þess er vænst að eldri borgarar í Kópavogi, aðstandendur þeirra, já allir Kópavogsbúar, láti sig þetta mál varða með undirskriftum sínum, en söfnun stendur nú yfir

Fyrir hönd FEBK
Baldur Þór Baldvinsson

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar