Fimmtudaginn 20. október fræðir Elísa Guðnadóttir, sálfræðingur foreldra um svefn barna á leikskólaaldri. Áhersla verður lögð á mikilvægi daglúrsins og hvaða þættir geta haft áhrif á magn og gæði svefns. Farið verður yfir mismunandi tegundir svefnerfiðleika og hvað foreldrar geta gert til að auka líkur á góðum og endurnærandi svefni hjá börnum sínum. Hefst erindið kl. 10:00 á fyrstu hæð á aðalsafni, aðgangur er ókeypis og eru öll velkomin.
Foreldramorgnar eru frábært tækifæri fyrir foreldra og ung börn þeirra til að hittast og eiga rólega stund saman á safninu. Fylgist með í Facebook-hópnum Foreldramorgnar | Bókasafn Kópavogs.