Sjávarlífverur og -gróður af öllu tagi er innblástur fyrir grafíksmiðju sem boðið verður upp á laugardaginn 30. september á Náttúrufræðistofu Kópavogs.
Í smiðjunni verða skoðaðar margvíslegar sjávarlífverur sem finna má á Náttúrufræðistofu Kópavogs. Þá teikna þátttakendur mynd á pappír, rúlla grafíkliti á plexigler og leggja svo blaðið á litinn. Því næst teikna þau ofan í línurnar og skapa sitt eigið listaverk, innblásið af sjávarlífverum og sjávargróðri. Þessi tækni kallast einþrykk og þátttakendur geta tekið listaverkin heim.
Smiðjan hentar sérstaklega vel börnum á grunnskólaaldri og fjölskyldum þeirra. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir en Fjölskyldustundir á laugardögum eru styrktar af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.
Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum. Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar. Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.
Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.
Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins