Ósk um samstarf eða styrk til að auka fræðslu og þjónustu í sveitarfélaginu um ADHD

Á fundi bæjarráðs núna í ágúst sl. var tekin fyrir styrktarbeiðni frá ADHD samtökunum að upphæð kr. 500.000,-
ADHD samtökin fagna í ár 35 ára starfsafmæli. Samtökin eru nú skráð sem félag til almannaheilla (fta), hafa starfsleyfi frá Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála og eru skráð á almannaheillaskrá RSK, sem veitir almennum styrktaraðilum samtakanna rétt til skattaafsláttar.

,,Undanfarin ár hefur starfsemi ADHD samtakanna eflst gríðarlega, enda greinast stöðugt fleiri með ADHD á Íslandi. Tveggja til þriggja ára bið er eftir greiningum og skortur á þjónustu geðlækna og niðurgreiddri þjónustu sálfræðinga hefur einnig stóraukið þjónustuþörfina. ADHD samtökin hafa kappkostað að mæta þessum þörfum, með auknu námskeiða-haldi (fyrir aðstandendur barna með ADHD, fullorðna með ADHD, fjölskyldur, þjálfara, kennara og leiðbeinendur ofl.), auknum stuðningi (spjallfundir, markþjálfun, fræðslufundir, ráðgjöf ofl.) og kröftugra fræðslustarfi (kynningarefni, kynningarfundir, samfélagsmiðlar ofl.). Þjónustan stendur öllum til boða, hvort sem þeir eru í samtökunum eða ekki,” segir í erindi sem Hrannar Björn Anarsson, framkvæmdastjóri ADHD samtakanna, sendi á bæjaryfirvöld.

10% allra barna eru með ADHD

,,Þá liggur það fyrir að uþb 10% allra barna eru með ADHD – greint eða ógreint og í öllum skólum, bekkjum og tóm-stundahópum eru einstaklingar með ADHD. Auðvelt og mikilvægt er að taka tillit til þessara einstaklinga, hvað sem líður greiningum og oftar en ekki fela lausnirnar í sér betra skóla- og tómstundastarf fyrir alla – ekki bara þá sem eru með ADHD.

ADHD samtökin hafa þróað og skipulagt vönduð námskeið fyrir kennara, leiðbein- endur og fólk sem starfar með börnum með ADHD, sem geta gjörbreytt skóla- og tómstundastarfinu að þessu leiti. Þann fróðleik viljum við að allir grunnskólar og tómstundamiðstöðvar landsins geti nýtt sér, enda verulegur skortur á sambærilegri fræðslu í grunnnámi kennara eða annarra sem vinna með börnum með ADHD, í skóla og frístundastarfi.

Samhliða vilja samtökin ná enn betur til innflytjenda með ADHD, m.a. með þýðingum á ókeypis fræðsluefni samtakanna yfir á ensku og pólsku og námskeiðahaldi og spjallfundum á ensku,” segir í bréfinu.

Óska enn á ný eftir samstarfi við Kópavogsbæ

,,Með bréfi þessu óska ADHD samtökin enn á ný eftir samstarfi við Kópavogsbæ um aukna fræðslu og þjónustu í sveitarfélaginu, um ADHD og fyrir fólk með ADHD. Samstarfið gæti verið í formi reglulegs námskeiðahalds fyrir starfsmenn bæjarins sem vinna með börnum með ADHD eða beins styrks við starfsemi ADHD samtakanna sem áfram munu þjónusta íbúa sveitarfélagsins.

Hver sem leiðin yrði, óskum við með bréfi þessu eftir allt að kr. 500.000,- í styrk, sem nýttur yrði samhvæmt nánara samkomulagi. Við erum sannfærð um að með þessu móti væri hægt að lyfta Grettistaki og stórbæta lífsskilyrði fólks með ADHD og fjölskyldna þeirra á Kópavogi,” segir í bréfi Hrannars til bæjaryfirvalda, en bæj- arráð samþykkiti að vísa erindinu til umsagnar sviðsstjóra menntasviðs.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar