Ekki geyma að tryggja þér miða í ferðina þína!

Ferðaskrifstofan Visitor, sem er með söluskrifstofu í Hamraborg 20 í Kópavogi, hefur um árabil sérhæft sig í bókunum og skipulagninga viðskipta- og hópferða um allan heim. Visitor hefur m.a. boðið upp á ferðir á tónleika, heilsutengdar ferðir, endurmenntunarferðir svo fátt eitt sé nefnt, en vinsælustu ferðirnar í gegnum árin hafa sjálfsagt verið á leiki í enska boltanum og fótboltaþyrstir Íslendingar tóku sjálfsagt gleði sína á nýjan leik um sl.
helgi þegar enski boltinn fór að rúlla eftir stutt og snaggaralegt sumarfrí.

Sigurður Hlöðversson eða Siggi Hlö eins og hann er kallaður er einn eiganda Visitor og Garðapósturinn spurði hann nánar um haustið, hvað sé framundan hjá þeim þegar kemur að skipulögðum ferðum, en Garðbæingar og Kópavogsbúar hafa verið duglegir að ferðast með Visitor á leiki í enska boltanum.

Enski boltinn er farinn að rúlla, þið finnið sjálfsagt fyrir miklum áhuga landsmanna að komast á leiki Englandi? ,,Já það er ekkert lát á vinsældum ferða á enska boltann. Núna eru margir að bóka ferðina sem var gefin í fermingargjöf eða hjón og fjölskyldur að bóka haustferðina sína til Englands. Á leikina fyrir áramót erum við með 12 ferðir í sölu, eitthvað orðið uppselt og annað vel bókað. Eins og ég segi alltaf, ekki geyma að tryggja þér ferðina þína því ég hef stundum verið með fjölskyldur á línunni sem eru að missa af draumaleiknum því það er bókað svo seint,” segir Siggi.

Stuðningsmenn Manchester United og Liverpool þeir allra hörðustu

Finnst þér áhuginn fyrir enska boltanum alltaf verið að aukast, mikil ásókn í þessar ferðir hjá ykkur og stuðningsmenn hvaða liða eru hvað duglegastir að fara út á leiki? ,,Við sérhæfum okkur í ferðum á Old Trafford og Anfield því stuðningsmenn Manchester United og Liverpool eru þeir allra hörðustu að skella sér á leiki. Áhuginn hjá þessum stuðningsmönnum er áþreifanlegur og áhuginn kannski ekki að aukast því hann hefur alltaf verið gríðarlegsa mikill. Salan er kannski að aukast seinni ár því þetta eru frábærar ferðir. Stutt flug, flottar borgir báðar, hægt að gera vel við sig í mat, drykk, menningu og svo toppurinn að sjá sitt uppáhaldslið í enska.”

Heilalaust frí

Eins og þú segir þá bjóðið þið upp á fjölda ferða á leiki í enska boltanum, en hvað fylgir pakkanum hjá ykkur og gengur ykkur alltaf vel að fá miða á leikina? ,,Þessar pakkaferðir kalla ég „heilalaust frí“ því það er alltaf fararstjóri með í ferðunum okkar sem fer með hópinn frá flugvelli og er fólki innan handar alla ferðina. Þetta eru alltaf 3 nætur, gist á 4 stjörnu hóteli með morgunverði, miðar á leikinn og rúta til og frá flugvelli. Miðamál hafa gengið vel og ég hef staðið í þessum miðamálum í 20 ár og farinn að þekkja mjög marga, bæði hjá félögunum sjálfum sem og það sem kalla má bröskurum sem eru bara miðasalar að höndla ársmiða fólks í Englandi. Svo er ég það sjóaður í þessu að ég veit yfirleitt hvar Íslendingar vilja alls ekki sitja á leikjunum og þess vegna reynum við að bjóða bara uppá góða miða á þeim leikjum eða tónleikum sem við bjóðum uppá.”

Já, þið eruð að bjóða upp á nokkuð fjölbreyttar ferðir, ekki allt boltaferðir þótt þær hafa verið vinsælastar? ,,Já, sko það sem þú sérð á vefnum okkar er aðeins hluti af okkar rekstri, við köllum þær ferðir „hilluvöru“ því auk þeirra ferða erum við orðin mjög stór í skipulagningu á árshátíðarferðum fyrirtækja, frá 20 manns og upp í 400. Þá erum við mjög sterk í endurmenntunarferðum fyrir kennara og starfsfólk skóla þar sem við kunnum orðið mjög vel á styrkjakerfið þeirra og svo eru það íþrótta- og keppnisferðir fyrir bæði yngri flokka í boltaíþróttum upp í meistaraflokkana. Hér innanhúss er aldeilis þekking og reynsla í okkar starfsfólki, sem er með þetta allt uppá 10.”

Söluskrifstofa ykkar er í Hamraborg Kópavogi, er ekki fólk eingöngu að kaupa ferðir á netinu? ,,Jahhh….meirihluti viðskipta fer vissulega fram á netinu eða að fólk hringir í okkur. Það eru þó glettilega margir sem gera sér ferð til okkar, koma í Hamraborgina, sem er í nafla Höfuðborgarsvæðisins í Kópavogi og setjast niður hjá okkur. Þá vill fólk fá meiri upplýsingar og taka spjallið og bóka sína ferð sem mér finnst mjög persónulegt. Alltaf notalegt að skreppa á ferðaskrifstofuna sína. Við eigum líka alltaf súkkulaðimola fyrir gesti sem er ákaflegavinsælt,” segir Siggi brosandi.

Stemmningin á Anfield getur alveg slegið út rækjusamlokustuðið á Old Trafford

Og svona að lokum, hefur Manchester Undited stuðningsmaðurinn, Siggi Hlö, einhvern tímann farið sem farastjóri á Liverpool leik – hvernig gekk það eða kemur það aldrei til greina? ,,Hahahaha…..ég ætla nú að leyfa stuðningsmönnum Liverpool að vera alveg án mín á Anfield, þá meina ég sem fararstjóri. Ég fór á 4 leiki á síðustu leiktíð á Anfield. Völlurinn er glæsilegur og stemningin getur alveg slegið út rækjusamlokustuðið á Old Trafford. Liverpool eiga líka lagið sitt þar sem meira segja ég fæ gæsahúð þegar stúkan syngur Never Walk Alone. Ég reyndar lenti á held ég tveimur jafnteflis leikjum svo ég var beðinn að vera ekkert að mæta oft,” segir hann hlæjandi.

Og það er um að gera að vera snöggur til að panta enda með takmarkaða miða á hvern leik? ,,Unnendur enska boltans sem virkilega ætla að fara á leik þurfa að átta sig á því að við þurfum að loka sölunni svona 6 vikum fyrir brottför því það þarf að gefa út farseðla, senda herbergslista, ganga frá rútum og stað- festa miða á leikina við sölumenn og Íslendingar margir eiga það til að vera á síðasta séns með að bóka og halda að þetta sé „ekkert mál“, segir hann og bætir við: ,,Þetta er mál að því leiti að þeir sem bóka seint fá kannski ekki að sjá draumaleikinn sinn en skipulagða fólkið er alltaf skrefi á undan – sem er frábært,” svona núna er bara að skella sér á heima- síðuna: visitor.is og skoða úrvalið.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar