Krakkaævintýri á Bókasafni Kópavogs

Komdu og vertu með í krakkaævintýri á aðalsafni Bókasafns Kópavogs dagana 15. – 17. ágúst frá kl. 13 – 15! Ýmsar smiðjur verða í boði, þar á meðal að perla ævintýraperl, hanna origami ævintýrabókamerki með Guðrúnu Helgu Halldórsdóttur, japönskufræðingi og að búa til ævintýrabók með Kristínu Þóru Guðbjartsdóttur, listgreinakennara. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu safnsins og Facebook-síðu. Verið hjartanlega velkomin.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar