Lokun á Vatnsendavegi 16. ágúst

Miðvikudaginn 16. ágúst frá kl 9:00 til 17:00 verður Vatnsendavegi lokað á milli hringtorga við Akurhvarf/Elliðahvammsveg og Álfkonu-/Breiðahvarfs vegna malbiksframkvæmda. Vegfarendum sem leið eiga um Vatnsendaveg er bent á hjáleið um Breiðholtsbraut, Reykjanesbraut og Arnarnesveg á meðan lokun stendur.

Á milli kl. 9:00 og 11:00 verður hringtorg við Breiðahvarf og Álfkonuhvarf lokað og er vegfarendum sem erindi eiga til eða frá Álfkonuhvarfi bent á að aka um bráðabirgðahjáleið á milli Akrahvarfs og Álfkonuhvarfs. Vegfarendur sem erindi eiga í hverfi neðan Vatnsendavegar á þessum tíma er bent á bráðabirgðahjáleið neðan Vatnsendaskóla á milli Fornahvarfs og Grandahvarfs.

Frá kl. 11:00 verður hægt að aka um hringtorgið við Álfkonu-/Breiðahvarf en Vatnsendavegur verður áfram lokaður til kl. 17:00. Aðkoma að Álfkonuhvarfi og Breiðahvarfi og tengdum götum norðan við lokun er um Vatnsendahvarf. Aðkoma að Akrahvarfi og Elliðahvammsvegi og tengdum götum sunnan við lokun er um Vatnsendaveg frá Rjúpnavegi.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem framkvæmdirnar kunna að valda og eru ökumenn beðnir um að sýna tillitssemi og virða merkingar.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins