Kópavogsbúar orðnir 40.001

Kópavogsbúar eru orðnir 40.001, en 40 þúsund takmarkinu var náð rétt fyrir kl. 15 í dag áður en Þjóðskrá lokaði. Eins og fram kemur í fyrri frétt þá náðist sá áfangi fyrir hádegi í gær, 16. mars 2023, er íbúafjöldinn í Kópavogi náði 40.000 samkvæmt skráningum í Þjóðskrá. Hins vegar breyttist það fyrir lok dagsins í gær, en þá var íbúafjöldinn aftur kominn fyrir neðan 40.000 og kl. 12:50 í dag voru Kópavogsbúar 39.995. Þannig að Kópavogur fer inn í helgina með 40.001 íbúa innanborðs!

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar