Sterkari í seinni hálfleik – Konur eru allskonar

Þriðjudaginn 25. október kl. 17:00 flytur Árelía Eydís Guðmundsdóttir erindi á Bókasafni Kópavogs um þau tækifæri og áskoranir sem fylgja því oft fyrir konur að komast á miðjan aldur. Á þeim tímamótum eiga sér stað miklar breytingar í lífi okkar og þá er mikilvægt að staldra við, taka leikhlé og íhuga stöðu okkar svo við getum mætt sterkari til leiks í seinni hálfleik. Takist okkur vel upp eru spennandi tímar framundan. Og framtíðin sem bíður þeirra sem eru miðaldra í dag er gjörólík þeirri sem blasti við fyrri kynslóðum. 

Erindið er það fyrsta í fyrirlestrarröðinni Konur eru alls konar í haustdagskrá bókasafnsins og verður haldið í fjölnotasalnum á 1. hæð aðalsafns. Öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar