41 framúrskarandi fyrirtæki í Garðabæ samkvæmt úttekt Creditinfo

Creditinfo birti sl. miðvikudag lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki fyrir árið 2022. Alls er 41 fyrirtæki á listanum skráð í Garðabæ og fjölgar þeim um þrjú frá því í fyrra, en þá voru þau 38 talsins.

4,7% prósent fyrirtækjanna á lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki eru því í Garðabæ, en alls eru 875 fyrirtæki á Íslandi eru framúrskarandi samkvæmt stöðlum Creditinfo. Þrjú fyrirtæki sem heimilisfesti hafa í Garðabæ hafa óslitið verið á lista Framúrskarandi fyrirtækja frá upphafi, en það eru Vistor, Kjarnavörur og Dista.

Eitt fyrirtæki í Garðabæ, Marel er á topp 20 listanum af stórum fyrirtækjum. Marel er nr. 4 á listanum,, en var nr. 1. í fyrra.

Mynd: Vistor er eitt þriggja fyrirtækja í Garðabæ sem hefur verið á lista Creditinfo frá upphafi.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar