Heilsan verður ekki metin til fjár

Tvisvar á ári, í janúar og í september, standa verslanir Nettó fyrir Heilsu- og lífsstílsdögum, en á þessum dögum geta viðskiptavinir gert frábær kaup á allskonar heilsuvörum.

Allt að 25% afsláttur af heilsuvörum á Heilsu- og lífsstílsdögum í Nettó dagana sem hófust sl. föstudag og standa 11. september

Heiðar Róbert Birnuson er rekstrarstjóri Nettó og hann var spurður nánar um þessa skemmtilegu heilsudaga í Nettó.

Heilsuna í fyrsta sæti!

,,Við hjá Nettó höfum haldið Heilsu- og lífsstílsdaga hátíðlega tvisvar á ári, samfleytt síðan 2011, og fara þeir nú fram í 24. skipti. Fyrstu Heilsudagar Samkaupa voru reyndar haldnir í Kaskó árið 2007 og var þá lagður grunnurinn að heilsuáherslum samsteypunnar og okkar helstu sér- stöðu,” segir hann.

3.500 heilsuvörur á veglegum afslætti

Á Heilsu- og lífsstílsdögum er hægt að gera frábær kaup í Nettó því rúmlega 3,500 vörur fást með veglegum afslætti. ,,Vöruflokkarnir eru mjög fjölbreyttar svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Í ár bjóðum við upp á spennandi nýjung sem tengjast kynheilsu. Það er mikilvægt að hlúa að líkamlegri og andlegri heilsu og kynheilsa skiptir einnig máli fyrir almennt heilbrigði,” segir Heiðar Róbert.

Auðvelda viðskiptavinum að gera hollari innkaup

,,Heilsan verður ekki metin til fjár, er stundum sagt. Hjá Nettó gerum við ýmislegt til að auðvelda viðskiptavinum okkar að gera hollari innkaup með áherslu á heilbrigðan lífsstíl, þátttöku í heilsuhvetjandi verkefnum og með því að bjóða upp á mikið úrval af heilsuvörum á góðu verði, allan ársins hring,” segir hann, en hægt er að sjá öll tilboðin og fróðleik í Heilsublaði Nettó. ,,Við vonum að allir geti fundið holla og spennandi kosti á góðu verði í verslunum Nettó, “ segir hann að lokum og óskar bæjarbúum gleðilegra Heilsudaga.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar