Félagsstarf eldri borgara í Garðabæ er að hefjast

Félagsstarf eldri borgara í Garðabæ er að hefjast í þessari viku, bæði hjá Félagi eldri borgara og í Jónshúsi.

Haustpartý 7. september

Eins og dagskráin hér að neðan sýnir, þá er úr mörgu að velja að vanda. Námskeið í Stólajóga, Línudans og Zumb Gold byrjuðu í þessari viku en önnur námskeið byrja í næstu viku. Þá mun Félag eldri borgara í Garðabæ einni standa fyrir ferð um Reykjanes 5. september og Haustpartýi sem haldið verður á Garðaholti fimmtudaginn 7. september. Einnig er fyrirhuguð aðventuferð til Heidelberg 3.-7. desemer.

Félagsstarf í Jónshúsi verður með nokkuð hefðbundnu sniði; gönguhópur daglega frá Jónshúsi kl. 10, Bridds á mánudögum og miðvikudögum, Handavinnuhorn á fimmtudögum og Félagsvist á föstudögum auk annarra spennandi viðburða sem verða kynntir síðar. Ekki má gleyma gómsætum kaffiveitingum í Jónshúsi alla daga kl. 13.30-15.20. Þá er einnig hægt að panta mat í Jónshúsi og annað hvort að borða á staðnum eða taka með sér heim. Matseðlar vikunnar eru birtir vikulega á FB-síðu Jónshúss.

Námskeið í Smiðjunni hefjast í 11.-15. september en boðið verður upp á námskeið í smíði, leirlist, glerlist og lismálun og hvetjum við alla áhugasama til að skrá sig.

Skráningar á öll námskeið fara fram í gegnum Sportabler en einnig er hægt að koma í Jónshús og skrá sig. Minnum fólk á að mæta með farsíma með rafrænum skilríkjum.

Dagskrá félagsstarfs eldri borgara Álftanesi verður kynnt í næstu viku.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar