Glæpsamlega gott jólabókaflóð

Glæpsamlega gott jólabókaflóð er yfirskrift bókaspjalls með Lilju Sigurðardóttur rithöfundi sem jafnframt er bæjarlistamaður Kópavogsbæjar 2023 á Bókasafni Kópavogs miðvikudaginnn 18. október klukkan 20.

Á viðburðinum verða splunkunýjar glæpasögur í brennidepli. Yrsa Sigurðardóttir og Óskar Guðmundsson verða sérstakir gestir Lilju en öll eru þau að senda frá sér nýjar glæpasögur fyrir jólin. Þau ræða um bækurnar sínar en einnig almennt um glæpasögurnar í jólabókaflóðinu, hvers er að vænta og hvað er mest spennandi af því sem á fjörur þeirra mun reka þetta árið.

Aðgangur ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar