Náttfatasögustund á Bókasafni Garðabæjar

Bókasafn Garðabæjar býður upp á náttfatasögustund sem hentar fyrir börn á aldrinum 3 til 7 ára miðvikudaginn 18. október kl. 18. Börnin geta þá mætt í náttfötunum með bangsa eða dúkku og hlustað á skemmtilega sögu fyrir svefninn. Þetta verður hugguleg og ljúf kvöldstund á bókasafninu. Nánari upplýsingar um viðburðinn og skráningu má finna á vef- og Facebook-síðu Bókasafns Garðabæjar.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar