Tónlistarnæring tileinkuð ástarsöngvum

Miðvikudaginn 18. október klukkan 12:15 flytja þau Kristín Sveinsdóttir söngkona og Kristinn Örn Kristinsson píanóleikari ýmiskonar ástarsöngva eftir Jón Ásgeirsson og Hans Eisler á tónleikum í sal Tónlistarskóla Garðabæjar. Kristín Sveinsdóttir hefur verið öflug í nýju óperusenunni frá því hún snéri heim frá Ítalíu þar sem hún meðal annars söng á La Scala í Mílanó. Tónleikarnir eru ríflega 30 mínútna langir og aðgangur ókeypis.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar