Í sumar fór fram hugmyndasöfnun á meðal íbúa Kópavogs um nýja ásýnd og upplifun í hjarta Kópavogs en fyrir dyrum stendur endurhönnun á fyrstu hæð safnhússins, þar sem nú er barnadeild bókasafnsins og sýning Náttúrufræðistofu.
Fjölmargar frábærar hugmyndir bárust sem hægt verður að kynna sér á opnu húsi, laugardaginn 9. september milli 13 og 16.
Theresa Himmer, arkitekt, sem leiðir vinnuna við fyrirhugaðar breytingar, verður á staðnum til skrafs og ráðagerða auk forstöðufólks menningarmála í Kópavogsbæ. Heitt á könnunni.
Verið hjartanlega velkomin.
Ráðist í endurhönnun í byrjun árs 2024
Í byrjun árs 2024 stendur til að ráðast í endurhönnun á fyrstu hæð safnhússins. Í rýminu verður áfram rekin barnadeild bókasafnsins og sýningar úr Náttúrufræðistofu, en kallað var eftir hugmyndum um breytingar á núverandi fyrirkomulagi. Auk þess er ætlað að nýta rýmið á fjölbreyttari hátt þannig að það þjónusti almenning betur með ólíkri virkni eins og finna má víða í bókasöfnum í nágrannalöndum okkar.
Verkefnastjóri hugmyndasöfnunarinnar er Theresa Himmer, arkitekt.